Hotel Playa Sur
Hótellýsing

Hér er um að ræða hótel sem er staðsett við ströndina í El Médano, við hliðina á Montaña Roja (Rauða fjallið) friðlendinu á suðurhluta Tenerife. Héðan tekur um 20 mínútur að keyra frá hótelinu að Amerísku ströndinni. Hótelið er staðsett á góðu svæði fyrir þá sem stunda brimbretti og er að finna brimbrettaskóla rétt við hlið hótelsins. 

Móttakan á hótelinu er opin allan sólarhringinn og býður hótelið góða þjónustu. Hér er hlaðborðsveitingastaður og hægt er að bóka sér nudd í móttöku hótelsins.  

Hér eru 75 herbergi, öll vel búin helstu þægindum. Í öllum herbergjum er fataskápur, sjónvarp, sími, öryggishólf (gegn gjaldi) og á baðherbergi er ýmist sturta eða baðkar og hárþurrka. Öll herbergi eru með svölum eða verönd. 

Í garðinum er sundlaug, góðir sólbekkir og sólhlífar. Hér er einnig sundlaugarbar.

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.  

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.