Mercure Hotel President Lecce er gott 150 herbergja hótel, staðsett í hjarta Lecce eða í 350 metra frá Piazza Mazzini torginu og 10 mínútna göngu fjarlægð frá Sant‘Oronzo torginu þar sem rómversku Amphittheatro minjarnar eru staðsettar. Örstutt gönguleið í helstu verslunargötur Lecce, skemmtilegir barir og veitingastaðir eru rétt við hótelið.
Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. Á hótelinu er bistro bar og fundaraðstaða fyrir hópa og fyrirtæki.
Herbergin eru rúmgóð og þægileg með teppum á gólfum. Á öllum herbergjum eru sími, sjónvarp, minibar, öryggishólf, loftkæling og hárþurrka á baðherbergi. Boðið er upp á gistingu í classic og superior herbergjum. Superior herbergin hafa það fram yfir classic herbergin að þau hafa nýlega verið tekin í gegn.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.