Hotel Tagoro Family & Fun
Hótellýsing

Hotel Tagoro Family & Fun er líflegt og fjörugt hótel. Þetta hótel var áður íbúðahótel og eru herbergin því afar rúmgóð. Villa Tagoro er góður valkostur fyrir barnafjölskyldur og alla þá sem vilja hafa góða aðstöðu og nóg um að vera í fríinu. 

Staðsetning þessa gististaðar tilheyrir Costa Adeje ströndinni og er staðsett ofan hraðbrautarinnar, ekki svo langt frá vatnskemmtigarðinum, sem er í göngufæri frá hótelinu. Einnig er stór verslunarmiðstöð rétt fyrir neðan hótelið og þar er kvikmyndahús, eitt af fáum á Spáni sem sýnir nýjustu myndirnar með ensku tali. Töluverður spölur er niður á strönd en hægt að fara yfir hraðbrautina á göngubrú. 

Herbergin eru rúmgóð og með einu svefnherbergi, stofu, ísskáp og tekatli. Þá er hér baðherbergi og rúmgóðar svalir eða verönd við öll herbergi. Herbergin eru einnig búin loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi) og síma. 

Superior Deluxe herbergin og Superior Premium Superior Deluxe herbergin eru ekki staðsett á jarðhæð. 

Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir gesti og hér er aðeins í boði allt innifalið þjónusta – upplagt fyrir fjölskyldufólk. Sameiginleg aðstaða er mjög góð, stór og fallegur sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og frábærri barnalaug.  Einnig er hér veitingastaður, líkamsræktaraðstaða, bar, sauna, billiard, borðtennis, lítil verslun, sjónvarpsstofa, leiktækjaherbergi og barnaleiksvæði svo fátt eitt sé talið. 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Vinsæll gististaður og hingað koma fjölmargir gestir ár eftir ár