Alexandre Hotel Troya
Hótellýsing

Hér er um að ræða vinsælt hótel í Alexander keðjunni á Tenerife og hefur verið vinsælt meðal Íslendinga í gegnum árin. Hótelið er vel staðsett á Playa Las Americas svæðinu alveg við ströndina. 

Hér eru 318 nýlega uppgerð herbergi. Herbergin eru nokkuð rúmgóð og eru búin skrifborði, sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), loftkælingu, öryggishólfi (gegn gjaldi) og svölum eða verönd. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Hægt er að bóka herbergisþjónustu (e. room service) gegn auka gjaldi. 

Club Alexander herbergin eru staðsett á efri hæðum hótelsins með sjávarútsýni. Herbergin hafa að auki Nespresso kaffivél (fyrstu hylkin frí, en gegn gjaldi eftir það), sloppa og inniskó og aðgang í heilsulindina (16 ára og eldri). 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annars vegar hlaðborðsveitingastaður og hins vegar veitingastaður við sundlaugina sem býður upp á létta rétti. Þá er bar á hótelinu en einnig sérstakur kokteilbar. Hér er einnig líkamsræktaraðstaða og heilsulind (fyrir 16 ára og eldri) með innilaug, heitum pottum og gufubaði. 

Hótelgarðurinn er stór og góður með sundlaug og barnalaug, sólbekkjum og sólhlífum. Nýlega var sett upp „Chill-out“ svæði þar sem hægt er að njóta sólarinnar í „Bali-beds“, sólbekkjum og sófum.

Hér er ávallt einhver skemmtidagskrá í boði, fyrir allan aldur, allan daginn. Á sumrin er í boði krakkaklúbbur frá 4-12 ára en einnig er leiksvæði fyrir börnin opið allan ársins hring. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.