Hér er um að ræða gott og huggulegt hótel, vel staðsett á Costa Adeje ströndinni. Hótelið er nálægt strönd og golfvelli og í kring er hægt að finna veitingastaði og verslanir.
Hótelið hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum og er afar vinsælt meðal Íslendinga.
Hér eru um 480 björt og rúmgóð herbergi. Öll herbergin eru búin loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar (gegn gjaldi), síma og svölum eða verönd. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka.
Hér er hægt að bóka herbergi sem eru tengd saman fyrir stórar fjölskyldur. Þá er um að ræða tvö standard herbergi, hlið við hlið, sem eru með hurð á milli.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, fjórir barir þar af einn snarl-bar og einn sundlaugarbar. Þá er hér hárgreiðslustofa, líkamsræktaraðstaða og leikvöllur. Hér er einnig vaktað herbergi fyrir hjólreiðafólk til þess að gera við, þrífa eða geyma hjólin sín.
Hótelgarðurinn er með tveimur sundlaugum og barnalaug. Á veturna er sundlaugarnar upphitaðar. Baðhandklæði fást án endurgjalds í móttöku, sé þess óskað. Hér er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum.
Skemmtidagskrá er í gangi bæði yfir sumar- og vetrartímann og á veturna er slegið upp dansleik á hverju kvöldi í litlum danssal á hótelinu. Stór salur er á neðstu hæð hótelsins þar sem skemmtidagskráin fer fram. Þá er einnig spilaborð fyrir fólk sem hefur gaman af því að grípa í spil. Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir 4─12 ára börn og fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eins og til dæmis borðtennis, tennis, billiard og bocchia.
Vinsamlegast athugið að hér þarf að klæðast snyrtilegum klæðnaði til að fara inn á bari og veitingastaði hótelsins. Ekki er leyfilegt að fara inn í sundstuttbuxum, íþróttafötum eða sandölum.
ATH. Rúta Heimsferða kemst ekki alveg að hótelinu og þurfa farþegar því að ganga um 50m til að komast að því.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.