Iberostar Founty Beach
Hótellýsing

Hér erum að ræða gott hótel í hinni vel þekktu Iberostar-hótelkeðju en það stendur alveg við fallega ströndina og innan við 2 kílómetrar eru í miðbæ Agadir. Þá er hægt að ganga eftir strandgötunni alla leið út að snekkjubátahöfn, en við strandgötuna eru hótel, verslanir, barir og veitingastaðir.

Hótelið er stórt og skiptist niður í þrjár byggingar, hver á þremur hæðum. Móttakan er sérlega björt og falleg og opin allan sólarhringinn. 

Hér eru alls 470 rúmgóð og snyrtilega innréttuð herbergi, ýmist með verönd eða svölum og hægt er að bóka sjávarsýn gegn aukagjaldi. Herbergin eru öll búin loftkælingu (frá maí-október), öryggishólfi (gegn gjaldi), sjónvarpi, mini-bar, síma og á baðherbergi er sturta og hárþurrka.

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem og „A la carte“ veitingastaðir, bar, líkamsræktaraðstaða og heilsulind. 

Garðurinn er stór, með tveimur sundlaugum og barnalaug og hér eru sólbekkir og sólhlífar fyrir sólþyrsta gesti hótelsins. Þá er hér einnig sundlaugarbar, leikvöllur, körfubolta-, tennis- og fótboltavöllur. Hægt er að leigja sundlaugarhandklæði á hótelinu gegn gjaldi. Garðurinn liggur að ströndinni og því örstutt að fara niður á hina breiðu og fallegu strönd Agadir.

Allan ársins hring er starfræktur barnaklúbbur fyrir allra yngstu börnin (að 7 ára aldri), barnaklúbbur fyrir eldri börn er einungis starfræktur yfir hásumartímann, en skemmtidagskrá er í gangi á hótelinu allt árið fyrir þá sem það kjósa.

ATH. Á þessu hóteli er ekki hraðbanki í anddyrinu. Hér er ekki hægt að greiða gjald fyrir öryggishólf (t.d.) með korti.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Gott og fjölskylduvænt hótel