Iberostar Waves Las Dalias - Sértilboð
Hótellýsing

Hér er um að ræða líflegt og huggulegt hótel staðsett í um 10 mínútna göngufæri frá ströndinni á Costa Adeje. 

Hótelið er í boði aðeins með Allt innifalið þjónustu. Þá er átt við morgunverð, hádegisverð og kvöldverð með innlendum drykkjum. 

Á hótelinu er 401 herbergi, öll herbergin eru með mini-bar (gegn gjaldi), loftkælingu, síma, sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi).  Á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta og hárþurrka. Öll herbergin eru með svölum eða verönd. 

Hér er hægt er að bóka fjölskylduherbergi (e. interconnecting) fyrir fleiri en fjóra, sem eru tvö samliggjandi herbergi með tengihurð á milli.  Einnig er hægt að bóka herbergi með útsýni gegn auka gjaldi. 

Vert er að nefna að herbergi með hjólastólaaðgengi eru með 3 cm brún í kringum sturtuna á baðherberginu. 

Á hótelinu eru veitingastaður, bar, setustofa, lítil verslun og líkamsræktaraðstaða. Á hótelinu er ekki heilsulind en hægt er að panta nuddþjónustu. 

Vinsamlegast athugið að hér þarf að klæðast snyrtilegum klæðnaði til að fara inn á bari og veitingastaði hótelsins. Ekki er leyfilegt að fara inn í stuttbuxum, íþróttafötum eða sundfötum.

Í garðinum eru tvær góðar sundlaugar auk barnarlaugar sem er upphituð. Þá eru hér sólbekkir, sólhlífar, sundlaugarbar og leikvöllur. Hægt er að fá sundlaugarhandklæði gegn tryggingargjaldi. 

Skemmtidagskrá er í boði á daginn og á kvöldin og starfræktur er barnaklúbbur fyrir 4─12 ára börn. Mjög fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru til staðar, s.s. borðtennis, strandblak, bogfimi, pílukast, tennis og billiard. 

Vinsamlegast athugið að nokkur brekka er upp að hótelinu frá ströndinni sem tekur aðeins á fyrir þá sem ekki eiga gott með gang. 

ATH. Rúta Heimsferða kemst ekki alveg að hótelinu og þurfa farþegar því að ganga um 50 m upp brekku til að komast að því. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.