Iberostar Selection Anthelia
Hótellýsing

Glæsilegt og vel staðsett hótel, alveg við sjávarsíðuna á Costa Adeje svæðinu. Í göngufæri við hótel má finna Plaza del Duque verslunarmiðstöðina og Siam Park er í aðeins 4 kílómetra fjarlægð.

Hótelið er stórt og býður góða þjónustu fyrir alla fjölskylduna en hér er lagt mikið upp úr afþreyingu fyrir börnin. 

Á hótelinu eru alls 365 herbergi, öll nýlega uppgerð með svölum. Herbergin eru nútímalega innréttuð, rúmgóð og hlý. Öll herbergin eru búin sjónvarpi, loftkælingu, kaffivél, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar (gegn gjaldi), síma og á baðherbergi er sturta, hárþurrka, sloppar og inniskór. 

Hér er hægt að bóka herbergi sem eru tengd saman fyrir stórar fjölskyldur. Þá er um að ræða tvö standard herbergi, hlið við hlið, sem eru með hurð á milli. 

Einnig er hægt að bóka Duplex svítu en þau herbergi eru um 75 fm og staðsett ofarlega á hótelinu. Herbergið er með king size rúm, stærra sjónvarpi, nuddbaðkar og hér er lítil stofa með svefnsófa.

Hér eru alls fimm veitingastaðir þar af er einn „A la carte“ veitingastaður, snarl-bar með sjávarréttum, ítalskur veitingastaður, hlaðborðsveitingastaður og svo grill-veitingastaður. Hér eru þrír barir, tveir sundlaugarbarir og einn bar í móttöku hótelsins. Þá er hér einnig glæsileg heilsulind og líkamsræktaraðstaða. Í heilsulindinni er hægt að njóta finnsks gufubaðs og 23 mismunandi tegunda af heilsumeðferðum fyrir líkama og sál.

Hótelgarðurinn er stór og glæsilegur með þremur sundlaugum, einni saltvatnslaug, einni ferskvatnslaug sem er upphituð á veturna og tveimur sundlaugum fyrir börnin með rennibrautum og leiktækjum. Í hótelgarðinum eru einnig bar og sólbekkir. 

Hér er barnaklúbbur og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.