Hér er um að ræða glæsilegt hótel staðsett alveg við ströndin á Fanabe svæðinu, en í göngufæri eru fjöldi veitingastaða, bara og verslana. Hótelið er aðeins fyrir 16 ára og eldri. Hótelið er ákaflega vinsælt enda vel staðsett og býður upp á fjölbreytta og góða þjónustu.
Hótelið er nokkuð stórt en hér eru um 470 herbergi, öll rúmgóð, björt og hlýlega innréttuð. Herbergin eru öll búin kaffi- og teaðstöðu, öryggishólfi, mini-bar (gegn gjaldi), loftkælingu, síma, sjónvarpi og á baðherbergi eru sloppar, inniskór, hárþurrka og sturta.
Hér er hægt að panta Prestige herbergi en þau eru uppsett eins og venjuleg tvíbýli en bjóða auka þjónustu. Hér fæst aðgangur að Sky lounge, en þar er að finna dásamlegt útsýni, sólbekki, sundlaug og bar. Þá fá farþegar í þessari þjónustu afslátt af meðferðum í heilsulindinni. Hér er einnig val um tegundir kodda og það er sér innritunarborð við komuna. Öll herbergin af þessari tegund eru staðsett á fimmtu eða sjöttu hæð hótelsins.
Garðurinn er stór með sundlaug, bar, „Bali-beds“ og slökunarsvæði. Hægt er að fara beint úr garðinum á ströndina. Á hótelinu er góður hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á fjölbreytt fæði. Hér er einnig heilsulind og líkamsræktaraðstaða, snyrtistofa og kaffihús.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.