Alexandre Hotel La Siesta
Hótellýsing

Vel staðsett hótel sem er mjög vinsælt á meðal Íslendinga! 

Hótelið er staðsett rétt við „Laugarveginn“ á Amerísku ströndinni, en þar er að finna ótal verslana, veitingastaða og bara. Umhverfið er líflegt og skemmtilegt og stutt er á ströndina.  

Herbergin eru snyrtileg, björt og rúmgóð. Öll herbergin eru búin setusvæði með svefnsófa, loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólf (gegn gjaldi), mini-bar (gegn gjaldi) og svölum eða verönd. Á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta og hárþurrka. 

Club Alexander herbergin hafa að auki sundlaugarsýn, baðsloppa og inniskó og Nespresso kaffivél. Einnig fylgir þeim aðgangur að heilsulind (fyrir 16 ára og eldri). 

Á hótelinu er góð þjónusta fyrir alla aldurshópa. Hér er snyrtistofa, hlaðborðsveitingastaður, snarlbar og tveir barir, líkamsræktaraðstaða og heilsulind. 

Heilsulindin er góð og þeir sem eru 16 ára og eldri geta notið þess að fara í sundlaugina, eimbað, gufubað og heita potta. Einnig er hægt að fara í kalt bað og panta allskyns meðferðir (gegn gjaldi). 

Hótelgarðurinn er fallegur með sólbekkjum og þremur sundlaugum, þar af einni barnalaug. Á þaki hótelsins er einnig hægt að njóta í Bali-rúmum (aðeins fyrir fullorðna). Hér er skemmtilegt barnasvæði að finna bæði innan- sem utandyra og einnig er starfræktur barnaklúbbur. Skemmtidagskrá er í boði á kvöldin ásamt góðum íþróttavöllum til afþreyingar. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.