Hér er um að ræða gott fjölskylduhótel staðsett í bænum Los Gigantes. Landi skjaldbakan (lukkudýrið þeirra) einkennir þetta skemmtilega hótel og skemmtir börnum allan daginn.
Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og hægt að leigja sér t.a.m. bílaleigubíl.
Herbergin eru fallega innréttuð í nútímalegum stíl. Öll eru búin sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi), svölum eða verönd og loftkælingu og á baðherbergi má finna hárþurrku, stækkunarspegil og snyrtivörur.
Svíturnar eru uppsettar eins og íbúð með einu svefnherbergi og er svefnsófi í stofunni.
Svítur með sjávarsýn eru eins uppsettar og þær fyrri en hafa að auki frábært útsýni. Einnig er kaffivél á þessum herbergjum.
Fjölskylduherbergi í Landi er sérstaklega sett upp fyrir krakkana þó herbergin séu eins og áður nefndi hér að ofan. Hér er hægt að óska eftir því sem þarf fyrir börnin (skiptiborð, stólar, bali, leiktjald) og það eru sloppar og inniskór fyrir alla fjölskylduna. Hér er einnig kaffivél, tvö sjónvörp og gestir fá sérstaka bekki við sundlaugina. Krakkarnir fá síðan gjöf við komuna og eiga skemmtilega stund með skjaldböku hótelsins. Að auki fylgja sundlaugarhandklæði gestum að kostnaðarlausu.
Garðurinn er ágætlega stór með sex sundlaugum, þar af einni barnalaug með rennibraut og tveimur laugum fyrir yngstu kynslóðina. Þá eru hér sólbekkir og sólhlífar. Einnig er hægt að panta sérstaklega hjá hótelinu Bali rúm með glæsilegu útsýni yfir sjóinn gegn gjaldi. Að auki er hægt að leigja handklæði gegn tryggingargjaldi.
Á hótelinu má einnig finna gott leiksvæði fyrir börnin, útisvæði þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir, líkamsræktaraðstöðu, spinning herbergi og heilsulind. Heilsulindin er með allskyns meðferðir í boði, flotlaug, nuddpott, eimbað og sauna. Þá eru þeir einnig með í boði sérstaka opnunartíma fyrir börnin.
Þá eru hér tvennskonar hlaðborðsveitingastaðir, einn hlaðborðsveitingastaður með „show cooking“ og einn „A la carte“ á kvöldin. Fyrir kvöldverð þarf að panta borð fyrirfram. Ath. krafist er snyrtilegs klæðnaðar á kvöldin á veitingastöðum hótelsins og óheimilt að vera í hvers kyns sundfatnaði.
Á hótelinu má finna þrjá snakk bari. Einnig er veitingastaður við sundlaugina sem selur óáfenga drykki. Einnig eru þrír barir á hótelinu, sundlaugarbar, The Reef sem er opinn allan daginn og Landi bar sem er opinn á daginn. Sunset barinn er opinn frá morgni til kvölds og auk þess er hægt að fá úrval drykkja á Music Hall Broadway þar sem skemmtanir fara fram á kvöldin.
Skemmtanir eru í boði fyrir alla fjölskylduna, bæði á daginn og kvöldin ásamt lifandi tónlist.
Hér er skemmtun af öllu tagi fyrir krakkana, lítill vatnagarður, mini-golf, barnaklúbbur fyrir 4-12 ára og unglingaklúbbur fyrir 12-16 ára, ævintýrasvæði og mini-diskó á Music Hall Broadway barnum á kvöldin. Að auki er boðið upp á barnapössun gegn gjaldi fyrir börn frá 6 mánaða aldri til 3ja ára.
ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.
ATH. Yfir jólin er ekki hægt að vera aðeins með bókaðan morgunverð. Greiða þarf fyrir að lágmarki hálft fæði.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.