Hér er um að ræða vel staðsett hótel í Los Gigantes, alveg við sjóinn með góðu útsýni yfir til La Gomera. Hótelið býður upp á allt innifalið þjónustu ásamt Platinum þjónustu. Gott hótel fyrir allan aldur.
Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.
Herbergin eru fallega innréttuð í nútímalegum stíl. Öll eru búin sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi), svölum og loftkælingu og á baðherbergi má finna hárþurrku, stækkunarspegil og snyrtivörur.
Deluxe herbergi hafa að auki sófa og lítið sófaborð.
Platinum herbergi (aðeins fyrir 16 ára og eldri) hafa að auki sófa og lítið sófaborð, mini-bar, kaffivél, hægt er að velja um kodda til að sofa með og á baðherbergi eru sloppar og inniskór. Einnig fylgir þessum herbergjum Platinum þjónusta.
Platinum club þjónusta er aðeins fyrir 16 ára og eldri og býður upp á sér innritun, betra útsýni á herbergjum, sérstök svæði aðeins fyrir þá sem eru í þessari þjónustu, bæði í morgunverð og hádegis- og kvöldverð. Einnig er sérstakt svæði þar sem er „infinity“ sundlaug, nuddpottar og stórkostlegt útsýni. Þar er einnig þjónusta í mat og drykk á daginn. Að auki er hægt að fara einu sinni í viku á sérstakt skemmtikvöld með kokteilum.
Garðurinn er stór með tveimur stórum sundlaugum og einni með rennibraut. Þá eru hér sólbekkir og sólhlífar og snarlbar. Hægt er að leigja handklæði gegn tryggingargjaldi.
Á hótelinu má einnig finna snyrtistofu, þvottaþjónustu gegn gjaldi, hjólageymslu með aðstöðu til viðgerða, líkamsræktaraðstöðu, spinning herbergi, mini golfvöll, Petanca völl, svæði með bogfimi og tennisvöll. Þá eru hér þrír veitingastaðir, einn hlaðborðsveitingastaður með „show cooking“ og tveir „A la carte“ veitingastaðir sem eru aðeins opnir á kvöldin og þarf að bóka borð fyrirfram. Arena sérhæfir sig í matseld Miðjarðarhafsins en Macaronesia býður upp á nýjustu strauma í matargerð þar sem eingöngu er notast við ferskt hráefni. Einnig eru þrír barir á hótelinu, sundlaugar- og snarlbarinn, Hello! Bar sem er opinn allan daginn en er með skemmtun á kvöldin, The show barinn þar sem eru einnig skemmtanir á kvöldin og svo tvö sérstök svæði fyrir Platinum gesti.
ATH. Krafist er snyrtilegs klæðnaðar á kvöldin á veitingastöðum hótelsins og óheimilt að vera í hvers kyns sundfatnaði.
ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.
ATH. Yfir jólin er ekki hægt að vera aðeins með bókaðan morgunverð. Greiða þarf fyrir að lágmarki hálft fæði.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.