Hér er um að ræða glæsilegt hótel, staðsett í Guía de Isora í um 30 mínútna akstri frá Amerísku ströndinni. Umhverfis hótelið er góður golfvöllur og hægt er að fá sér tilboð í gegnum hótelið til að spila á vellinum.
Hér tekur við þér heimilisleg en falleg móttaka með lítilli verslun. Héðan liggur leiðin út á fallega verönd með frábæru útsýni yfir sjóinn yfir til La Gomera. Hótelið býður upp á fjölbreytta og góða þjónustu fyrir alla fjölskylduna.
Athugið að innritun á hótelið hefst kl. 15:00 á daginn.
Á hótelinu eru í boði svítur með einu til þrem svefnherbergjum, en hér má bóka allt að sex aðila í stærstu svítuna. Allar eru þær rúmgóðar, með svölum eða verönd og búnar öllum helstu þægindum. Hér er fullbúið eldhús með uppþvottavél, þvottavél og þurrkara, Nespresso kaffivél og örbylgjuofni. Þá er hér einnig sjónvarp, loftkæling, öryggishólf, sími og á baðherbergi er ýmist sturta eða baðkar og hárþurrka.
Hér er að finna glæsilegan Michelin veitingastað, líkamsræktaraðstöðu, krakkaklúbb, þrjár sundlaugar og tvo sundlaugarbari. Í garðinum eru sólhlífar og bekkir.
ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.