Le Club Lecce
Hótellýsing

Hótel Le Club Lecce er staðsett í gamla bænum í Lecce, steinsnar frá fallega Piazza del Duomo torginu og í um tveggja mínútna göngufjarlægð frá rómverskum og grískum fornminjum. Úrval veitingastaða, bari og næturlíf má auk þess finna í næsta nágrenni.

Hótelið er lítið og sjarmerandi en það var áður aðalshöll frá 13. öldinni og bera innréttingarnar þess enn merki. Einungis 17 herbergi eru á hótelinu, öll fallega innréttuð í klassískum gamaldags stíl. Í þeim öllum má finna skáp, skrifborð, minibar, öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp og baðherbergi með sturtu.

Morgunverður er framreiddur alla daga á hótelinu og er hægt að njóta matarins undir berum himni sé vilji fyrir því, en á hótelinu er verönd á þaki hótelsins með einstöku útsýni yfir bæinn. 

Lítill bar er einnig á hótelinu og er sömuleiðis hægt að sitja á þakveröndinni með svalandi drykk við hönd.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Sjarmerandi og vel staðsett hótel í gamla bænum!

Vinsamlegast athugið að vegna staðsetningar hótelsins komast rútur ekki alveg upp að hótelinu, því mega gestir búast við því að þurfa að ganga u.þ.b. 400 m til og frá hótelinu. 

Vefsíða hótelsins