Medplaya Hotel Bali
Hótellýsing

Medplaya Hotel Bali er góður valkostur fyrir barnafjölskyldur. Mikið líf og fjör einkennir hótelið með áherslu á skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og er til dæmis hægt að leigja sér bílaleigubíl.

Ath. hótelið er staðsett í nokkuð brattri brekku svo það getur verið erfitt hjólastólaaðgengi að hótelinu.

Herbergin eru fallega innréttuð í nútímalegum stíl. Þau eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma og ísskáp. Hárþurrka er á baðherbergjum ásamt baðkari með sturtu ofan í. Svalir eða verönd fylgja auk þess öllum herbergjum. Fjölskyldu - tvíbýlin eru stærri og hafa auk þess sófa og skrifborð. Í Superior fjölskylduherbergjum er svefnsófi og uppdraganlegt rúm að auki, einnig er lítill ísskápur og hitaketill. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi og einnig barnarúm, en það er háð framboði.

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu þar sem eldað er fyrir opnum tjöldum, yfir morgunverðinum, hádegis- og kvöldmatnum. Þemakvöld eru svo nokkrum sinnum í viku, en óheimilt er að mæta í sund- og eða sportfatnaði í kvöldverðarhlaðborðið. Einnig er kaffitería á hótelinu og bar.

Skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna er alla daga yfir háannatímann. Lukkudýr hótelsins skemmtir krökkum og eru sérsniðnar athafnir og leikir fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Á kvöldin er lifandi tónlist, sýningar og margt fleira skemmtilegt. Leikherbergi er auk þess á hótelinu.

Garðurinn er mjög stór og fallegur. Tvær sundlaugar eru í garðinum, þar af ein barnalaug með leiktækjum. Sólbekkir eru til afnota og gott svæði til að sóla sig á. Ýmsa afþreyingu er hægt að nýta sér í garðinum m.a. borðtennis og minigolf. Einnig er þar að finna leikvöll. Svið er bæði innan- og utandyra sem nýtt eru við ýmsar skemmtanir.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Fjörugt og fallegt hótel!