Hotel NH Collection Porto Batalha er nýlega uppgert hótel í gamalli höll frá 18. Öld. Hótelið er staðsett við Batalha torgið og stutt ganga er í Ribeira hverfið.
Herbergin eru afar hlýleg en þau eru innréttuð í fallegum stíl. Herbergin eru öll búin loftkælingu, kaffikönnu, katli, sjónvarpi, mini-bar, öryggishólfi, síma. Á baðherbergi er hárþurrka og baðsloppar.
Á þessu hóteli er notalegur bar í lobbý-inu og morgunverðarhlaðborð er í boði.
Heilsulind er á hótelinu þar sem er sundlaug, sauna og líkamsrækt. Einnig er hægt að bóka tíma í nudd (gegn gjaldi).
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Tilvalið fyrir hópa eða pör