Olé Tropical
Hótellýsing

Hótelið er vel staðsett á Amerísku ströndinni í hlíðinni fyrir ofan Troya ströndina. Héðan er um það bil 800 metrar niður að ströndinni. Hótelið hefur verið vinsælt í gegnum árin hjá farþegum Heimsferða, en nú hefur það breytt um stefnu og er aðeins fyrir fullorðna, 16 ára og eldri.

Herbergin hafa verið uppgerð (2021) og vel búin öllum helstu þægindum. Tvíbýlin eru staðsett frá þriðju hæð og upp. Öll eru búin loftkælingu, mini-bar, öryggishólfi (gegn gjaldi), sjónvarpi, síma og svölum og á baðherbergi er hárþurrka. 

Svíturnar eru með einu svefnherbergi og stofu. 

Hér er hlaðborðsveitingastaður, bar Spiga, heilsulind, líkamsræktaraðstaða og blakvöllur. 

Vinsamlegast athugið að hér þarf að klæðast snyrtilegum klæðnaði til að fara inn á bari og veitingastaði hótelsins. Ekki er leyfilegt að fara inn í stuttbuxum, íþróttafötum eða sundfötum.

Garðurinn er góður en þar eru tvær sundlaugar, sundlaugarbar, sólbekkir og sólhlífar. Þá eru hér einnig „Bali beds“. Á laugardögum eru þema-sundlaugarpartý í garðinum. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.