Palm Beach Tenerife
Hótellýsing

Hotel Palm Beach er mjög vel staðsett, um 50 metra frá Troya ströndinni á Las Americas svæðinu. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlíf er allt umlykjandi. Hótelið hentar jafnt fjölskyldum sem og pörum sem kjósa þægindi í nálægð við bestu strendur eyjunnar.

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.

Íbúðirnar eru suðrænar og stílhreinar en þar má finna viftu, sjónvarp, síma, öryggishólf (gegn gjaldi) og eldhús með ísskáp, kaffikönnu, katli, brauðrist og örbylgjuofni. Hárþurrka er á baðherbergi ásamt baðkari með sturtu og fylgja svalir eða verönd öllum íbúðum. Hægt er að bóka studio íbúðir eða íbúðir m/1-2 svefnherbergjum.

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu, en þar er morgunverður og kvöldmatur framreiddur. Eldað er fyrir opnum tjöldum og er boðið uppá sérstaka rétti dagsins alla daga. Að auki er góður bar staðsettur í anddyri hótelsin sem er með fjölbreytt úrval kokteila og annarra drykkja.

Ýmsa þjónustu er hægt að nýta sér á hótelinu, m.a. þvottaþjónustu gegn gjaldi. Einnig er lítil verslun  hótelinu ásamt upplýsingaborði fyrir ferðamenn. Hér er auk þess líkamsræktaraðstaða fyrir 18 ára og eldri. Snyrtistofa er rekin á hótelinu sem er þó ekki í umsjá hótelsins. Skemmti- og afþreyingardagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa og er barnaklúbbur starfræktur fyrir börn frá 4-12 ára.

Garðurinn er snyrtilegur og sjarmerandi með stórri sundlaug ásamt barnalaug og tveimur nuddpottum en pottarnir eru ekki ætlaðir börnum. Einnig má finna sólbekki en handklæðaþjónusta í sundlaugargarðinum er gegn gjaldi. Á sundlaugarbarnum er hægt að panta sér ýmsa drykki yfir daginn ásamt léttum réttum en þegar kvölda tekur eru hinir ýmsu kokteilar og hanastél til sölu.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

 

Huggulegt hótel, mjög vel staðsett!