Paradero I
Hótellýsing

Paradero I er einfaldur en hagkvæmur gistivalkostur á Amerísku ströndinni. Hótelið er vel staðsett, „Laugavegurinn“ sem margir þekkja er í um 20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu og á ströndina eru einungis um 400 metrar. 

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn, en hún er staðsett á Apartments Paraiso de Sol sem er skáhallt á móti. Farþegar ná í lykla í móttökuna þar en á milli þessara íbúðahótela er aðeins tveggja mínútna ganga. Öll aðstaða er sameiginleg á milli Paradero I og Paraiso del Sol. 

Hótelið er lítið með einungis 45 íbúðum og stúdíó íbúðum. Allar eru rúmgóðar og snyrtilegar. Íbúðarhótelið hefur verið endurnýjað í gegnum árin og eru stúdíó íbúðirnar innréttaðar í léttum og nútímalegum stíl. Allar eru búnar litlu eldhúsi með ísskáp, kaffivél, brauðrist, örbylgjuofni og sjónvarpi ásamt því að vera allar með svölum eða verönd með borð og stólum. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka.  

ATH. Hér er ekki loftkæling í íbúðum, en hægt er óska eftir viftu í herbergin.

Hótelið er á tveimur hæðum og því geta gestir ýmist lent á efri eða neðri hæð hótelsins.

Í garðinum er ágætis sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu með sólbekkjum og snarlbar (aðeins opinn sá sem er í garði Paraiso del sol). Gestir mega einnig nýta sér garðinn og sundlaugina á Paraiso del Sol íbúðarhótelinu en þar er til dæmis barnalaug, hlaðborðsveitingastaður og bar. Einnig er sameiginleg þvottaaðstaða gegn gjaldi. 

Athugið að greiða þarf 100 EUR í tryggingargjald við innritun á hótelið, sem fæst endurgreitt við brottför ef ekkert óhapp kemur fyrir.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.