Park Club Europe
Hótellýsing

Hér er um að ræða mjög vel staðsett hótel á Playa de las Americas svæðinu. Það er byggt upp í skemmtilegum stíl og mynda byggingarnar eins konar lítið spænskt þorp. Hér er aðeins boðið upp á allt innifalið þjónustu.

Hér eru 241 herbergi í nokkrum þriggja hæða byggingum. Herbergin eru í klassískum stíl og ekki nýlega innréttuð en öll eru með svölum eða verönd og búin sjónvarpi, síma, viftu, öryggishólfi (gegn gjaldi) og litlum kæliskáp. Á baðherbergi má finna sturtu og hárþurrku. Athugið að í sumum fjölskylduherbergjum eru kojur fyrir börnin en í öðrum er búið um börnin í sófa í stofu. 

ATH. Lítið er um lyftur á hótelinu og mikið um tröppur. 

ATH. Herbergi fyrir hjólastóla eru aðeins leyfð fyrir hámark tvo farþega. 

Fjölbreytt þjónusta er í boði og mikið lagt upp úr því að fjölskyldur hafi nóg fyrir stafni. Hótelgarðurinn er mjög stór með tveimur svæðum með sundlaugum og hentar annað svæðið betur börnum. Hér er svæði sem kallast Laguna Beach, þar er grófur sandur og fylgir hitastig lauganna þar sjávarhita. Mikil dagskrá er í boði og margt hægt að gera því hér er m.a. tennisvöllur, fótboltavöllur og blakvöllur. Jafnframt er hægt að æfa bogfimi, spila borðtennis og margt fleira. Líkamsræktaraðstaða ásamt gufubaði er einnig til staðar. 

Á hótelinu er góður hlaðborðsveitingastaður, snarlbar við sundlaugina og grillstaður er einnig í garðinum og er einnig í formi hlaðborðsÞá eru hér barir og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir gesti hótelsins. Skemmtidagskráin er í boði 6 daga vikunnar. Eftir kvöldmat hefst minidisco og svo hefst skemmtidagskrá í kjölfarið. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Góður og fjölskylduvænn valkostur