Parque la Paz
Hótellýsing

Parque la Paz er gott og vinsælt hótel, mjög vel staðsett í Arona á Playa de las Americas svæðinu. Playa del Camisión ströndin er aðeins í 300 m fjarlægð og eins er stutt að fara á strendurnar Playa de las Vistas og Playa de Troya. 

Góð þjónusta er á hótelinu, en móttakan er opin allan sólarhringinn. Hér er hægt að geyma rafskutlur á sér svæði við hótelið en það má ekki fara með þær inn á hótelið. 

Íbúðirnar eru með 1-2 svefnherbergjum, bjartar og innréttaðar í fallegum ljósum litum. Allar eru með svölum eða verönd og eldhúsaðstöðu með ísskáp, helluborði, ristavél, hitakatli, kaffivél og örbylgjuofni, ásamt setusvæði. Einnig er vifta, sjónvarp og öryggishólf (gegn gjaldi). Baðherbergi eru með sturtu og hárþurrku. Athugið að ef bókaðir eru fjórir aðilar í íbúð með einu svefnherbergi eða sex aðilar í íbúð með tveimur svefnherbergjum, sofa tveir aðilar í svefnsófa í stofu. Svefnsófinn hentar vel börnum og jafnvel unglingum en ekki fullorðnum einstaklingum.

Íbúðir með sundlaugarsýn fá morgunsólina á svalirnar. 

Íbúðir með götusýn (ekkert útsýni skráð) fá kvöldsólina á svalirnar. 

Sundlaugargarðurinn er stór og fallegur. Góð sólbaðsaðstaða með tveimur sundlaugum, sólbekkjum og sólhlífum. Líf og fjör einkennir hótelið en boðið er upp á alls kyns afþreyingu. Þar má nefna leiki, keppnir, smádiskótek og sýningar. Krakkaklúbbur er einnig starfræktur á hótelinu þar sem boðið er upp á leiki, andlitsmálun, karaókí, kvikmyndasýningar, tölvuleiki og margt fleira. Boðið er upp á leikfimi og þar að auki er alls kyns hreyfing í boði eins og vatnsleikfimi, jóga, blak í sundlauginni, körfubolti og fleira. Þá er hægt að spila pílukast, minigolf, billiard, borðfótbolta eða borðtennis. Á kvöldin er boðið upp á skemmtidagskrá og þá eru líka haldnar þema-veislur. 

Hlaðborðsveitingastaðurinn Parque la Paz er einfaldur en býður upp á mikið úrval af réttum, bæði kvölds og morgna. Á kvöldin er hægt að horfa á matreiðslufólkið elda ljúffenga rétti (show cooking) en boðið er upp á ferska fisk- og kjötrétti ásamt ýmsu öðru. Af og til er boðið upp á þemakvöld, t.a.m. matargerð frá Kanaríeyjum, Mexíkó og Kína. Hádegisverður er í boði á Barbacoa veitingastaðnum þar sem er hægt að borða utandyra í góða veðrinu. Þá er einnig sundlaugabar á svæðinu þar sem hægt er að fá sér snarl og drykki.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Nútímalegt og fjörugt hótel á frábærri staðsetningu