Pestana Casino Park
Hótellýsing

Pestana Casino Park er gott hótel staðsett við Funchal flóann og strandlengjuna. Eins og nafnið gefur til kynna er spilavíti á staðnum ásamt veitingastöðum og diskóteki. 

Í hótelgarðinum er bæði innisundlaug og útisundlaug, sólbekkir og sólhlífar. 

Herbergin eru rúmgóð og á öllum herbergjum er smá setukrókur og sími, sjónvarp, minibar,loftkæling og hárþurrka á baðherbergi. 

Það eru 2 veitingstaðir á hótelinu en 4 aðrir staðir í viðbót þar sem hægt er að fara og fá sér snarl eða drykk og sitja og horfa yfir Atlantshafið.  

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Fallegt útsýni!