Hótel Puerto Palace er fallegt hótel staðsett í rólegu umhverfi í Puerto de la Cruz. Um tíu mínútna gangur er niður á ströndina og eru verslanir, veitingastaðir og ýmis afþreying í göngufæri frá hótelinu. Loro Parque dýragarðurinn er einungis í þriggja kílómetra fjarlægð.
Herbergin eru vel búin, rúmgóð og nútímalega innréttuð. Í þeim öllum má finna sjónvarp, síma, öryggishólf (gegn gjaldi) og lítinn ísskáp. Hárþurrka er inni á baðherbergjum og fylgja auk þess svalir eða verönd öllum íbúðum. Gegn auka gjaldi er hægt að bóka herbergi með sundlaugar- eða sjávarsýn.
Ýmsa þjónustu er hægt að nýta sér á hótelinu en hér má t.d. finna góða líkamsræktaraðstöðu. Að auki er hægt að stunda “Pilates” gegn gjaldi eða bóka sér nudd, einnig gegn gjaldi.
Mikil og góð afþreying stendur hótelgestum til boða, t.a.m. er hér tennis-, körfubolta- og blakvöllur og hægt að spila mini-golf og borðtennis svo fátt eitt sé nefnt.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður þar sem framreiddur er morgun- og kvöldverður, en eldað er fyrir opnum tjöldum.
Athugið að yfir vetrartímann er gerð sú krafa að karlmenn klæðist síðbuxum og síðermaskyrtum þegar kvöldverður er snæddur.
Tvo bari má finna á hótelinu, sundlaugarbar og hótelbar. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá úrval drykkja en þar er einnig hægt að panta sér hádegisverð. Daglega er í boði svokallaður “Happy hour” þar sem drykkir eru seldir á sérstöku tilboðsverði á ákveðnum tímum dagsins. Lifandi tónlist er auk þess í boði ásamt vikulegum sýningum inni á bar hótelsins. Þar er einnig skjár sem sýnir frá ýmsum íþróttaviðburðum.
Garður hótelsins er mjög stór með þremur sundlaugum, þar af einni barnalaug. Góð aðstaða er til sólbaða allt um kring í garðinum. Á þaki hótelsins er auk þess afgirt svæði fyrir þá sem kjósa að njóta sólarinnar án sundfata, en þar er einnig sundlaug og nuddpottur og frábært útsýni til allra átta.
ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Gott hótel með mikla afþreyingu og stórum og góðum garði!