RIU Arecas
Hótellýsing

Hotel RIU Arecas er gott hótel staðsett á Playa del Duque svæðinu og stutt frá La Caleta. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri og hefur nýlega verið endurbætt. Það eru 450 metrar frá hótelinu niður að Duque ströndinni.

Herbergin eru vel búin helstu þægindum, með sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi) og hárþurrku á baðherbergi. Öll herbergi eru með svölum eða verönd. Hægt er að bóka herbergi sem snúa út í garð.

Góður hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu þar sem eldað er fyrir opnum tjöldum, kvölds og morgna. Sérstök þemakvöld eru tvisvar sinnum í viku. Einnig má finna spænskan „A la carte“ veitingastað en panta þarf sérstaklega borð á honum. Krafist er snyrtilegs klæðnaðar þegar snætt er á kvöldin.

Á hótelinu er góður garður með þremur sundlaugum. Góð sólbaðsaðstaða er í garðinum en þar má finna sólbekki, sólhlífar og handklæði. Auk þess er lítil líkamsræktarstöð og heilsulind á hótelinu, en þar er hægt að bóka ýmiskonar nudd og dekur, gegn gjaldi. Tveir veitingastaðir ásamt snarl-bar eru svo við sundlaugina.

Kvöldskemmtun er nokkur kvöld í viku með lifandi tónlist og sýningum og þemapartý einu sinni í viku.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Skemmtilega staðsett hótel fyrir 18 ára og eldri