Hotel RIU Buenavista er fallegt og nýtískulegt hótel sem býður einungis upp á allt innifalið þjónustu. Hótelið er staðsett á Playa Paraiso svæðinu, um 500 metra frá ströndinni.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og góð þjónusta veitt þar.
Herbergin eru rúmgóð, öll með loftkælingu, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og setusvæði. Hárþurrka er á baðherbergi og eru herbergin öll með svölum eða verönd. Gegn aukagjaldi er hægt að kaupa herbergi með sjávarsýn. Fjölskylduherbergin rúma tvo fullorðna og tvö börn.
Hótelið er stórt, með yfir 500 herbergi og hentar vel bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Garðurinn er mjög stór með fimm sundlaugum, þar af einni barnalaug með rennibrautum. Þar að auki er lítil laug fyrir yngstu börnin sem er upphituð á veturna. Sólbekkir, sólhlífar og handklæði eru í boði í sundlaugargarðinum.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður þar sem eldað er fyrir opnum tjöldum kvölds og morgna. Þemakvöld eru tvisvar sinnum í viku. Auk þess má þar einnig finna asískan-, ítalskan- og grillveitingastað, en panta þarf borð sérstaklega. Krafist er snyrtilegs klæðnaðar þegar snætt er á kvöldin. Á þessu hóteli eru hægt að nálgast bæði mat og innlenda drykki allan sólarhringinn.
Mikil skemmtidagskrá er á hótelinu, en þar er barnaklúbbur starfræktur fyrir börn frá 4 – 12 ára. Skemmtidagskrá er í garðinum yfir daginn fyrir alla aldurshópa og skemmtidagskrá á kvöldin með lifandi tónlist og sýningum. Þemapartý er svo einu sinni í viku. Líkamsræktarstöð er á hótelinu og hægt að stunda ýmsa afþreyingu utandyra, t.d má finna strandblaksvöll í hótelgarðinum.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Gott hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur