RIU Palace Tenerife
Hótellýsing

Hotel RIU Palace Tenerife er fallegt hótel sem er staðsett alveg við ströndina á Costa Adeje. 

Hótelið er stórt, með yfir 300 herbergi og er umvafið glæsilegum garði. 

Herbergin eru rúmgóð og gegn aukagjaldi er hægt að bóka herbergi með hliðarsjávarsýn eða beinu útsýni á haf út. Öll herbergin eru með sjónvarpi, mini-bar, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu og setusvæði. Svalir eða verönd eru á öllum herbergjum.

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu þar sem eldað er fyrir opnum tjöldum kvölds og morgna, ásamt "Krystal" Fusion veitingastað, en bóka þarf sérstaklega borð þar. Vert er að taka fram að karlmenn þurfa að klæðast síðbuxum á kvöldin á veitingastöðum hótelsins. Þá er einnig veitingastaður í sundlaugargarðinum sem sérhæfir sig í spænskri matargerð. Að auki má finna bari víðs vegar um hótelið, m.a. í sundlaugargarðinum og í anddyri hótelsins. 

Á hótelinu eru fjórar sundlaugar, þar af ein barnalaug. Að auki er innisundlaug tengd heilsurækt hótelsins. Góð aðstaða er til sólbaða í garðinum, fínir bekkir, sólhlífar og handklæði standa gestum til boða. Leiksvæði fyrir börn er einnig í garðinum. Skemmtidagskrá er nokkrum sinnum í viku, lifandi tónlist og sýningar. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu ásamt gufubaði, en hvort tveggja er gjaldfrjálst og er einungis í boði fyrir fullorðna.

Hægt er að sækja ýmsa afþreyingu í grennd við hótelið gegn gjaldi, en þar má t.d. finna minigolfvöll, skvassvöll og golfvöll.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Gott hótel, vel staðsett við ströndina