Senator Banus Spa
Hótellýsing

Hótel Senator Banus Spa er glæsilegt lúxushótel sem er eingöngu ætlað fullorðnum, 16 ára og eldri. Hótelið er staðsett í mjög rólegu umhverfi innan um fallegar hvítar byggingar staðsettar á einkalóð, með furutré og pálmatrjáalundir allt umlykjandi. Um 15 mínútna gangur er niður á strönd.

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.

Herbergin eru rúmgóð, nýtískuleg og og glæsilega innréttuð. Í þeim öllum er loftkæling, öryggishólf, sjónvarp, mini-bar (gegn gjaldi), straujárn, baðsloppur og inniskór. Hárþurrka er á baðherbergjum og baðkar með sturtu. Ókeypis fréttaveita með yfir 60 tungumál er auk þess í boði inni á öllum herbergjum. Einnig fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum. Svíturnar eru stærri, það er eitt sameiginlegt rými í svítunum og finna má stóra stofu ásamt setusvæði þar einnig. Að auki eru sólbekkir á svölunum.

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, hlaðborðsveitingastaður sem leggur bæði áherslu á matseld tengda Miðjarðarhafinu sem og alþjóðlega rétti og svo A la carte veitingastaður. Hótelið er rómað fyrir sérlega glæsilegt morgunverðarhlaðborð, en eldað er fyrir opnum tjöldum. Sundlaugarbar er á hótelinu ásamt rólegum bar úti á verönd þar sem tilvalið er að slaka á með góðan drykk við hönd. Að auki er píanóbar þar sem hægt er að fá frábæra kokteila og njóta þeirra við ljúfa píanótóna.

Á hótelinu er margvísleg þjónusta í boði. Hér er m.a. líkamsræktaraðstaða og heilsulind, þar sem hægt að er bóka ýmsar nudd- og dekurmeðferðir gegn gjaldi. Einnig er boðið uppá þvotta- og strauþjónustu ásamt pressun, gegn gjaldi.

Garðurinn er umlukinn fallegum gróðri og eru tvær góðar sundlaugar utandyra. Sólbekkir, sólstólar og sólhlífar eru í boði og er góð aðstaða til að flatmaga í sólinni og láta fara vel um sig.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Glæsilegt lúxus hótel!