Slovenska Plaza
Hótellýsing

Hótel Slovenska Plaza Resort er fallegt 494 herbergja fjölskylduvænt hótel sem stendur við strandlengju Budva. Stutt er í miðbæinn og helstu þjónustu og er 15 mínútna gangur að TQ Plaza verslunarmiðstöðinni og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Mogren ströndinni.

Hótelið er fallega innréttað í hlýlegum stíl og hér er móttakan opin allan sólarhringinn. Hótelið er fjölskylduvænt og býður upp á leiksvæði fyrir börn bæði innan og utandyra. Hótelið er byggt upp í kjarna þar sem húsin eru á tveim hæðum, ekki er lyfta í húsunum.

Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Í öllum herbergjum eru loftkæling, sjónvarp, öryggishólf, skrifborð,  mini-bar. Á baðherbergi er hárþurrka. Ekki eru svalir á herbergjunum.

Á hótelinu eru tvær sundlaugar, önnur með saltvatni. Sólbekkir og sólhlífar eru við sundlaugarnar. Stutt er á ströndina og er þar hægt að finna allskyns vatnasport.

Tennisvellir eru við hótelið þar sem hægt er að spila og eru  þar búningsaðstöður og kaffibar. Hægt er að panta tíma í kennslu í móttöku.

Þrír veitingastaðir eru á hótelinu sem bjóða upp á innlenda- og alþjóðlega rétti. Lítill eftirréttabar „Aperitif bar“ bíður upp á breytt úrval af kökum, sætabrauði og drykkjum og Rasputin sem er eitt þekktasta kaffihúsið á Budva svæðinu. Á hótelinu er boðið upp á morgunverðarhlaðborð. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  


Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann, gjaldið er 1.5 evra og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.