Sofitel Thalassa Sea & Spa
Hótellýsing

Hér er um að ræða glæsilegt hótel í rólegu og afslappandi umhverfi. Hótelið er staðsett alveg við strönd og það er síðasta hótelið í röð hótela við hina 9 kílómetra strandlengju í Agadir. Héðan eru um 4 kílómetrar í miðbæ Agadir.

Móttakan er stór og íburðarmikil, afar fallega innréttuð og eins og siður er í þessu landi er gestum við komu á hótel boðið til sætis og þeim boðið þjóðlegt te á meðan þeir bíða eftir að fá afhenta lykla að herbergjum sínum. Sofitel Thalassa byggir á vatnsþema og leitast er eftir að gestir upplifi rólega og þægilega stemmningu meðan á dvöl þeirra stendur.

Á hótelinu eru 172 rúmgóð herbergi, innréttuð með fallegum dökkum litum. Öll herbergin eru búin kaffi- og te aðstöðu, mini-bar (gegn gjaldi), sjónvarpi, síma, öryggishólfi og á baðherbergi er hárþurrka. 

Garðurinn er stór og fallegur en þó með rólegu yfirbragði og opinn út á fallega breiða ströndina. Sólbekkir, dýnur, sólhlífar og handklæði eru hér í boði fyrir gesti og allt gert til þess að gestum líði sem best meðan á dvölinni stendur. Í garðinum eru þrjár sundlaugar og tennisvöllur en á hótelinu má einnig finna líkamsræktaraðstöðu og góða heilsulind (Spa Thalassa) þar sem hægt er að fara í allskonar meðferðir (gegn gjaldi).

Á hótelinu er bar og þrír veitingastaðir og upplifun að borða á hverjum og einum þeirra. Hér þarf að panta borð fyrir fram til að tryggja sér sæti. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.