Sol Arona Tenerife
Hótellýsing

Hotel Sol Arona er fínt hótel staðsett í Los Cristianos. Um 200 metrar eru á ströndina og er flugvöllurinn í um 20 mínútna akstursfjarlægð og rúmlega 30 mínútna ganga er að „Laugaveginum“.

Hótelið er fallega innréttað, nútímalegt en þó í sveitastíl Kanaríeyjanna sem skapar sérlega hlýlegt andrúmsloft. Tvíbýlin eru um 20fm og eru þau öll búin sjónvarpi, loftkælingu eða viftu, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar og svölum eða verönd. Á baðherbergi má finna hárblásara og snyrtivörur. 

Xtra herbergin hafa að auki te aðstöðu, sloppa og inniskó. Herbergin eru um 36fm. 

Superior herbergin hafa loftkælingu og eru um 36fm. 

Fjölskylduherbergin er uppsett eins og íbúð með einu svefnherbergi en hér er einnig setustofa með svefnsófa. Þá eru hér sloppar, inniskór og kaffi- og te aðstaða sem og loftkæling. 

Á hótelinu er meðal annars leiksvæði fyrir börnin, líkamsræktarstöð, tveir veitingastaðir og tveir barir. Í hótelgarðinum er barnalaug með leiksvæði og stór sundlaug, sólbekkir og sólhlífar eru í kringum sundlaug. Ýmis afþreying er í boði bæði fyrir börn og fullorðna, en barnaklúbbur er starfræktur á hótelinu fyrir börn 5-12 ára. Þar er meðal annars í boði föndur, matreiðslutímar og hreyfing. Fullorðnir geta tekið íþróttatíma, vatnapólo, fótbolta, jafnvel lært línudans eða salsa.

Heilsulind er staðsett á hótelinu þar sem hægt er að bóka tíma í ýmsar líkamsmeðferðir gegn gjaldi.

ATH. Framkvæmdir eru á hótelinu frá 1.mars - 31.ágúst 2025.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.