Sol Don Pablo
Hótellýsing

Hótel Sol Don Pablo er partur af Sol Torremolinos keðjunni sem hefur auk þess Sol Don Pedro og Sol Don Marco á sínum snærum. Gestir sem bóka sig á einhverjum af þessum hótelum geta nýtt sér þjónustu þeirra allra og þannig hámarkað upplifun sína í fríinu. Þessi þrjú hótel mynda eina stóra heild og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um fjölskyldur eða pör er að ræða.

Herbergin eru fallega og nútímalega innréttuð, björt og rúmgóð. Í þeim öllum er loftkæling, öryggishólf, mini-bar og sjónvarp. Hárþurrka er á baðherbergjum og baðkar með sturtu. Svalir eða verönd með stólum og borði fylgja auk þessa öllum íbúðum. Öll herbergin eru með hliðarsjávarsýn. 

Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og auk þess er barnaklúbbur starfræktur fyrir börn á aldrinum 5-12 ára.

Mikla afþreyingu má finna á öllum þessum hótelum. Allt frá íþróttum og ýmsum vatnaleikjum til danstíma svo fátt eitt sé nefnt. Á kvöldin eru ýmsar skemmtanir í boði, lifandi tónlist og margs konar sýningar.

Á hótelinu er mjög huggulegur hlaðborðsveitingastaður þar sem fjölbreyttir og ferskir þjóðlegir sem alþjóðlegir réttir eru í boði, ásamt því sem ítalskt matarhorn er á svæðinu sem börnin elska. Einnig er enskur bar með stóru setusvæði innandyra og rúmgóðri verönd utandyra þar sem hægt er að fá snarl og ýmsa drykki. Gestir geta svo nýtt aðra veitingastaði og bari sem finna má á hinum hótelunum.

Samtals níu sundlaugar eru á öllum þessum hótelum, þar af ein upphituð innilaug sem tengist heilsulindinni á Sol Don Marco og tvær barnalaugar ásamt nuddpottum. Sólbekkir og sólhlífar standa hótelgestum til boða og hægt er að velja úr mörgum góðum stöðum til að sóla sig á eða dýfa sér ofan í einhverja af þeim fjölmörgu sundlaugum sem finna má.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Mikið líf og fjör og frábær aðstaða!