Hér er um að ræða ágætis íbúðarhótel í Melia keðjunni. Hótelið er vel staðsett við Fanabe ströndina.
Athugið að inngangur að hótelinu er staðsettur í hliðargötu og því örlítið falinn. Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.
Hér er hægt að bóka annaðhvort stúdíó íbúð eða íbúð með einu svefnherbergi. Í öllum íbúðum er loftkæling í stofurými, ísskápur, lítil aðstaða til eldunar með örbylgjuofni og bakaraofni, svefnsófi, sjónvarp og öryggishólf (gegn gjaldi). Á baðherbergi er sturta. Allar íbúðirnar eru rúmgóðar.
Á hótelinu er stórt svæði með nóg af bekkjum og góðri aðstöðu til sólbaðs. Þar er einnig frábært útsýni yfir hafið. Þá er hér einnig hlaðborðsveitingastaður og þvottaaðstaða (gegn gjaldi).
Sundlaugin í garðinum er stór og snarlbar er við laugina. Þá er hér einnig barnalaug, lítið leiksvæði fyrir börn og hægt að panta Bali rúm. Skemmtidagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna.
ATH. Þetta hótel býður ekki upp á aðlöguð herbergi og því ekki gott fyrir farþega sem þurfa hjólastól eða eiga erfitt með gang. Einnig er ekki í boði að geyma eða hlaða rafskutlur á hótelinu.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.