Hótel Splendid Conference & Spa Resort er glæsilegt 322 herbergja hótel staðsett við sjávarmálið í Bečići. Um 2 km er í gamla bæinn í Budva. Þetta hótel hefur mikla afþreyingu fyrir gesti, sundlaugar, heilsulind, líkamsrækt og Merit Royal spilavítið.
Hótelið er fallega innréttar á klassískan hátt. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að bóka ýmsa afþreyingu í nágrenninu. Þvottaþjónusta er í boði á hótelinu gegn gjaldi auk þess sem hér er að finna apótek og verslanir.
Herbergin eru mjög rúmgóð og fallega innréttuð. Í öllum herbergjum eru loftkæling, sjónvarp, mini-bar (gegn gjaldi), kaffivél, öryggishólf og svalir, á baðherbergi er hárþurrka og stækkunarspegill.
Á þessu hóteli er allt til alls, 3 innisundlaugar, þar af ein stór laug, ein barnalaug og ein aðeins fyrir fullorðna. 3 útisundlaugar, þar eru einni sólhlífar, sólbekkir og sundlaugabar. Aðgengi að einkaströnd hótelsins er úr sundlauga garðinum þar sem eru sólbekkir og sólhlífar hótelgestum að kostnaðarlausu. Á sumrin er í boði barnapössun á hótelinu ásamt leikherbergi fyrir 3 ára og eldri.
Líkamsrækt og heilsulind er að finna á hótelinu þar sem hægt er að panta tíma í fjölbreytt úrval líkamsmeðferða ásamt klippingu og fl. gegn gjaldi. Fyrir utan hótelið er líka tennis- og blakvöllur.
Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, La Bussola sem er með alþjóðlegan og Miðjarðarhafs matseðil og Promenada sem er með japanskan og kínverskan matseðil. 2 barir, 1 sundlaugabar og 1 strandbar. Hér er í boði morgunverðarhlaðborð.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.