Hér er um að ræða gott hótel, staðsett í Los Cristianos og er aðeins fyrir fullorðna (18+). Hótelið er í SPRING keðjunni sem er þekkt fyrir að bjóða góða og fjölbreytta þjónustu. Hótelið stendur alveg við strandlengjuna og er með fallegt útsýni út á haf.
Á hótelinu er móttakan opin allan sólarhringinn og hægt er að leggja bílum í frí bílastæði rétt hjá hótelinu.
Herbergin eru fallega innréttuð í hlýlegum stíl, með parketi á gólfi. Öll herbergin eru búin loftkælingu, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar, sjónvarpi, síma og svölum eða verönd. Á baðherbergi er að finna sloppa, inniskó og hárblásara. Öllum herbergjum fylgir sundlaugarhandklæði.
UP! þjónusta fylgir ákveðnum herbergjum. Inn á UP! herbergjum eru stærri rúm, stærra sjónvarp, snyrtivörur, kaffi- og te aðstaða. Þeir sem bóka slík herbergi fá eitt skipti í heilsulindinni og kvöldverð á veitingastaðnum. Þá fá þeir sem bóka þessa þjónustu aðgang að sér svæði á þaki hótelsins, sem er rólegra svæði með „infinty sundlaug“, nuddpotti og Bali rúmum.
Í garðinum eru tvær upphitaðar sundlaugar, sólbekkir og sólhlífar. Þá er einnig sundlaugarbar.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, vínbar, Teide disco bar, sportbar og hótelbar. Þá er hér einnig líkamsræktaraðstaða, fitness-salur, aðstaða fyrir hjólreiðafólk, heilsulindin Spa-Thalasso Arona Gran, en þar er hægt að bóka allskyns meðferðir og nudd gegn auka gjaldi.
Vinsamlegast athugið að hér þarf að klæðast snyrtilegum klæðnaði til að fara inn á bari og veitingastaði hótelsins. Ekki er leyfilegt að fara inn í stuttbuxum, íþróttafötum eða sundfötum.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.