Spring Bitácora
Hótellýsing

Hér er um að ræða gott fjölskylduhótel sem býður upp á mjög fjölbreytta þjónustu fyrir allan aldur. Hótelið er vel staðsett á Amerísku ströndinni og stutt er í alla helstu þjónustu og ströndina. 

Herbergin eru öll rúmgóð og innréttuð á nútímalegan hátt. Öll herbergin eru með stórum rúmum og svefnsófa, góðu geymsluplássi fyrir töskur, sjónvarpi, loftkælingu, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi) og svölum eða verönd. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Hér má bóka hámark tvo fullorðna og tvö börn eða þrjá fullorðna og eitt barn. Þeir sem eru með ungabörn geta pantað ungbarnarúm og bað fyrir barnið. Hægt er að nýta sér þvottaþjónustu sem hótelið býður upp á (gegn gjaldi). 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með sér borð fyrir börnin svo þau geti sjálf náð sér í mat, Fun Bar sem er opinn á kvöldin og er með lifandi tónlist og góða kokteila, heilsulind, hárgreiðslustofa og líkamsræktaraðstaða. 

Hótelgarðurinn er glæsilegur með sólbekkjum og sólhlífum. Í garðinum er alltaf líf og fjör en hér eru fimm sundlaugar (sumar upphitaðar) og ein þeirra er með vatnsrennibrautum fyrir krakkana. Þá eru hér tveir sundlaugarbarir þar sem hægt er að fá drykki og snarl. Hægt er að fá handklæði gegn tryggingargjaldi í garðinum.

Þá er mikið úrval af afþreyingu í boði fyrir börnin. Hér er stór utandyra leikvöllur með alls kyns klifurtækjum og fluglínu (zipline), innileiksalur og tölvuleikjasalur eru meðal þess sem er í boði. Starfræktir eru tveir barnaklúbbar, annars vegar fyrir börn á aldrinum 4-7 ára og hins vegar fyrir börn á aldrinum 8-14 ára. Einnig er hægt að fá barnapössun fyrir þau yngstu á meðan foreldrar eru til dæmis að njóta UP! þjónustu.

UP! þjónustu er hægt að kaupa sérstaklega á hótelinu, en innifalið í þeirri þjónustu er sér „lounge“ með snarli og drykkjum, sér svæði á þaki hótelsins sem er rólegra og með „infinity laug“. Þetta svæði er aðeins fyrir fullorðna. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.