Spring Vulcano
Hótellýsing

Hér er um að ræða gott hótel sem býður upp á mjög fjölbreytta þjónustu. Hótelið er vel staðsett á Amerísku ströndinni og stutt er í alla helstu þjónustu og ströndina. 

Þegar þú gengur inn á hótelið, tekur við þér hlýtt andrúmsloft og gróðursæl móttaka. Móttakan er opin allan sólarhringinn. 

Herbergin eru snyrtilega innréttuð á nútímalegan hátt. Öll herbergin eru með stóru rúmi, góðu geymsluplássi fyrir töskur, sjónvarpi, litlum ísskáp, öryggishólfi (gegn gjaldi), fataskáp, loftkælingu og á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Öll herbergi eru með svölum eða verönd.

Herbergi með sundlaugarsýn eru að auki með sér aðgang að Balance svæði hótelsins, en það er lokað svæði aðeins fyrir þá sem eru með þessa þjónustu bókaða og er aðeins fyrir fullorðna. Þar er hægt að fara í „infinity pool“, en þetta svæði er með útsýni yfir allan hótelgarðinn. Á þessu svæði er einnig hægt að panta drykki. 

UP! þjónusta fylgir ákveðnum herbergjum. Þeir sem bóka slík herbergi fá eitt skipti í heilsulindinni og kvöldverð á La Palapa veitingastaðnum. Inn á UP! herbergjum er að auki bluetooth hátalari, Nespresso kaffivél, sloppar og inniskór. Þá fá þeir sem bóka þessa þjónustu aðgang að sér svæði á þaki hótelsins, sem er rólegra og aðeins fyrir fullorðna. Einnig er hægt að fá einn og einn dag í UP! þjónustu, en panta þarf það í gegnum móttöku hótelsins.

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar, heilsulind, hárgreiðslustofa og líkamsræktaraðstaða. Á þessu hóteli er mikið lagt í matseldina og hægt er að panta ýmsan mat glútenlausan eða fá vegan kosti. 

Hótelgarðurinn er fallegur á stóru svæði með sólbekkjum og sólhlífum. Í garðinum er ein stór sundlaug og ein lítil barnalaug, þá er hér einnig nuddpottur sem er aðeins fyrir fullorðna. Einnig eru sturtur í garðinum og hægt er að leigja sundlaugarhandklæði. Þá er hér snarlbar þar sem hægt er að kaupa mat og drykki og setjast niður á stóru svæði. Á kvöldin er lifandi tónlist á barnum og einu sinni í viku er DJ í garðinum. Athugið að á þessu hóteli er ekki leiksvæði fyrir börn. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.