Stökktu tilboð er góður kostur fyrir þá sem vilja komast í borgarferð á sem hagkvæmastan máta hverju sinni. Á þessu tilboði bókar viðskiptavinur flug og gistingu með ákveðinni stjörnugjöf. Viðskiptavinir geta lent hvar sem er í borginni og leitast er við að upplýsa um gististað í síðasta lagi degi fyrir brottför, sé það mögulegt.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega á hótelum og ekki er hægt að óska eftir sérstakri staðsetningu eða hóteli. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að sú gisting sem er úthlutað sé almennt í sölu hjá Heimsferðum.
Vert er að taka fram að farþegar verða að vera undir það búnir að þurfa að skipta um gististað meðan á dvöl stendur.
Á sumum gististöðum þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.