Globales Tamaimo Tropical
Hótellýsing

Hér er um að ræða góðan gistivalkost staðsettan í bænum Puerto de Santiago, sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Amerísku ströndinni. Bærinn er lítill og stendur við Gigantes bjargið en þaðan er frábært útsýni yfir Atlantshafið. Hér er klettótt strönd en hægt er að fara í litlar víkur með svörtum sandi. 

Hótelið er með 332 rúmgóðar íbúðir. Allar íbúðirnar eru búnar öryggishólfi (gegn gjaldi), setustofu með svefnsófa, loftkælingu, sjónvarpi, síma og svölum eða verönd. Íbúðirnar hafa flestar (ekki allar) eldhúsaðstöðu með eldunaraðstöðu, kaffikönnu, hraðsuðukatli og örbylgjuofni. Á baðherbergi má finna sturtu og hárþurrku. 

Í íbúð með einu svefnherbergi mega dvelja allt að fjórir fullorðnireða þrír fullorðnir og tvö börn yngri en 12 ára

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, ítalskur veitingastaður og diskóbar sem er opinn fram eftir. Í garðinum eru tveir sundlaugarbarir, snarlbar, stór sundlaug, sólhlífar og sólbekkir. 

Hér er einnig þvottaaðstaða (gegn gjaldi), hárgreiðslustofa, krakkaklúbbur, leikherbergi (e. game room) og skemmtidagskrá allan daginn. Móttakan er opin allan sólarhringinn. 

Þá eru tennisvellir á svæðinu, en einnig er hægt að leigja reiðhjól eða spila borðtennis og billiard. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.