Terrace Mar er 4 stjörnu hótel sem var endurnýjað árið 2016. Lítil sundlaug, heitur pottur og sólbaðsaðstaða er á þaki hótelsins þar sem njóta má fallegs útsýnis yfir Funchal og Atlantshafið.
Vel staðsett um 500 m frá sjónum við Lido hverfið og ca. 20 göngutúr frá miðbæ Funchal. Verslanir, veitingarstaðir, strætóstöðvar, kjörbúðir í nágrenninu.
Rúmgóð herbergi/svítur (35 fm) með eldhúskrók. Ísskápur, örbylgjuofn og helluborð. Baðherbergi með sturtu. Svalir/verönd. Loftkæling.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.