The Suites at Beverly Hills er ágæt íbúðargisting, staðsett í hlíðum Los Cristianos. Skemmtilega hönnuð íbúðargisting sem er eins og lítið spænskt þorp, þar sem tveggja til þriggja hæða byggingar mynda þyrpingu í hlíðinni.
Vert er að nefna að hótelið er staðsett í brekku og hentar því ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Eins er mikið um stiga og brekkur innan hótelsins.
Sameiginleg aðstaða er snyrtileg og falleg en þó komin til ára sinna. Úr móttökunni er gengið inn í stóran matsal sem er hálfpartinn undir berum himni, með setusvæði. Þó er líka hægt að sitja inni á hlaðborðsveitingastað sem er innan matsalsins. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Íbúðirnar eru snyrtilegar og innréttaðar í gömlum spænskum stíl með flísum á gólfi. Allar eru mjög rúmgóðar og búnar sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), setustofu, eldunaraðstöðu með ofni, kaffiaðstöðu, örbylgjuofni og loftkæling er í öllum íbúðum. Allar hafa svalir eða verönd og á baðherbergi er ýmist sturta eða baðkar og hárþurrka.
Íbúð með einu eða tveimur svefnherbergjum hafa að auki borðkrók og loftkælingu bæði í stofu og herbergjum.
Hér eru tveir sundlaugargarðar, ekki stórir en mjög notalegir. Þar eru tvær sundlaugar, sólbekkir, sólhlífar og sundlaugarbar. Hér er hægt að panta sundlaugarhandklæði gegn auka gjaldi.
Á hótelinu er einnig að finna barnaklúbb (5-12 ára), þvottaaðstöðu (gegn gjaldi), billiardborð og tennisvöll.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Góð íbúðargisting bæði fyrir fjölskyldur og pör