Hér er um að ræða fallegt hótel. Frá hótelinu tekur um 25 mínútur að ganga niður í Ribiera hverfið við ánna og Aliados Aveniue er í um 2 kílómetra fjarlægð, en þar má finna helstu einkenni borgarinnar ásamt veitingastöðum og kaffihúsum. Við hótelið er metróstöð sem er afar þægileg og tekur um 3-5 mínútur að komast í miðbæinn með þeim hætti.
Herbergin eru afar hlýleg en þau eru nýlega innréttuð í fallegum stíl. Þau eru öll búin loftkælingu, sjónvarpi, mini-bar, öryggishólfi, síma. Baðherbergin eru ýmist með baðkari eða sturtu og þar er einnig hárþurrka.
Hér er einnig í boði herbergisþjónusta (e. room-service) ef gestir hótelsins vilja nýta sér það.
Á þessu hóteli er bar og fallega hannaður morgunverðarsalur.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
https://timbrehotels.com/heroismo/
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Tilvalið fyrir hópa eða pör