Tropical Park
Hótellýsing

Hér er um að ræða gott hótel sem er staðsett í bænum Calleo Salvaje á Costa Adeje svæðinu. Bærinn er í rúmlega 15 mínútna akstursfjarlægð frá Amerísku ströndinni. Hótelið er fallegt og fjölskylduvænt í rólegu umhverfi, en þó eru veitingastaðir og verslanir í stuttu göngufæri, sem og á ströndina. 

Hótelið hefur nýlega verið endurnýjað og er það innréttað í fallegum ljósum stíl. Móttakan er opin allan sólarhringinn.  

Á hótelinu eru 163 gistieiningar, vel búnar öllum helstu þægindum. Herbergin eru rúmgóð og búin sjónvarpi, síma, loftkælingu, öryggishólfi og litlum eldhúskrók með ofni, örbylgjuofni, leirtaui, hitakatli og setusvæði. Á baðherbergi er sturta, stækkunarspegill og hárblásari. Öll eru með svölum eða verönd. 

Hótelið býður upp á góða þjónustu og hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Hér má finna hlaðborðsveitingastað, þvottaaðstöðu, hraðbanka, hárgreiðslustofu, bílastæði, líkamsræktaraðstöðu og heilsulind. 

Góð aðstaða er í garðinum en þar er góð sólbaðsaðstaða, snarlbar, tvær sundlaugar (önnur upphituð á veturna) og ein barnalaug. Einnig má þar finna nuddpott. Handklæðaþjónusta er við laugina. Skemmtileg leiksvæði fyrir yngstu börnin er í garðinum.  Þá er hér skemmtidagskrá allan daginn. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.  

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.