Turim Santa Maria
Hótellýsing

Hér er um að ræða nýlega opnað hótel, staðsett á suðurhluta eyjunnar um 800 metra frá ströndinni.

Á hótelinu eru 92 herbergi, öll með góðu útsýni á ýmsa hluta svæðisins. Herbergin eru innréttuð á snyrtilegan og nútímalegan hátt. Öll eru búin sjónvarpi, skrifborði, ketil, mini-bar, öryggishólfi, loftkælingu og á baðherbergi er sturta. 

Hér má finna góða veitingastaði og bari. Einn veitingastaður og bar er staðsett á þaki hótelsins, en þar er einnig að finna sundlaug og sólbekki. Þá er hér kaffitería og bílastæði gegn gjaldi. Móttakan er opin allan sólarhringinn.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.