Vidamar
Hótellýsing

 

Góð staðsetning í Funchal!

Fallegur gistivalkostur á Madeira staðsettur við sjávarsíðuna. 

Á hótelinu eru 3 „infinity“ sundlaugar og góð sólbaðsverönd en þar eru sólbekkir og sólhlífar. Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður uppá rétti frá svæðinu.  Á hótelinu eru 2 barir og bæði hægt að sitja inni eða njóta ústsýnisins úti við. 

Beinn aðgangur er frá hótelinu að ströndinni. 

Á hótelinu er Thalasso Sea Spa, þar sem boðið er upp á allskonar meðferðir gegn gjaldi, þar er róandi svæði og sundlaug ásamt heitum potti og gufa. Tyrkneskt bað er líka í boði og Vichy sturta. 

Líkamsræktaraðstaða er einnig til staðar á hótelinu. 

Superior herbergin eru öll staðsett frá 3. hæð til 8. hæðar. Herbergin eru björt og falleg innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum, öryggishólfi og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Lítill minikælir er á herbergi og á baðherbergi er sloppur og inniskór.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Vinsælt hótel hjá pörum!