Wellness Hotel Diamant er mjög gott 4 stjörnu+ hótel staðsett í skíðabænum Santa Cristina í Val Gardena dalnum örstutt frá Selva. Sella Ronda hringurinn er í 1.5 km fjarlægð. Glæsileg heilsurækt með sauna, nuddpotti og góðri sundlaug. Þá er lítil líkamsræktaraðstaða einnig í boði. Aðgangur að heilsurækt er innifalin fyrir hótelgesti.
Herbergin eru rúmgóð og hlýlega innréttuð í tírólskum stíl, öll með sjónvarpi og minibar. Öll herbergi eru með svölum. Hárþurrka á baðherbergi.
Innifalið er hálft fæði ásamt snarli í eftirmiðdaginn eftir að komið er niður úr fjallinu. Fjölbreytt morgunverðarhlaðborð og 5 rétta kvöldmatseðill.
Glæsilegt hótel, vel staðsett í Santa Cristina. Á svæðinu er stutt í skíðalyfturnar í Val Gardena sem samtals eru 79. Allir finna brekku við sitt hæfi en á svæðinu eru yfir 175 km af fjölbreyttum brekkum. Hótelið er með skutlu fyrir hótelgesti á 15 mínútna fresti að skíðalyftunum.
Hótelið fær mjög góða dóma frá gestum sínum skv uppýsingum sem fram koma á einkunnarvefnum Trip Advisor.
ATH. Ekki er fararstjóri á vegum Heimsferða í skíðaferðunum til Selva Val Gardena, ekki er heldur í boði á akstur til og frá Selva Val Gardena.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.