Hér er um að ræða einfalt hótel, mjög vel staðsett á Amerísku ströndinni. Hótelið er aðeins ætlað fyrir fullorðna og er afar vinsælt vegna staðsetningar.
Hótelið var byggt árið 2003 og er innréttað í einföldum spænskum stíl með viðarhúsgögnum. Hótelið er á sjö hæðum og er öll sameiginleg aðstaða á þakinu, en þar er glæsilegt útsýni yfir borgina.
Herbergin eru hlýlega innréttuð. Öll herbergin eru rúmgóð og búin loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), lítill ísskápur og á baðherbergi er hárþurrka. Rúmin á herbergjum eru mjög rúmgóð og stór.
ATH. Hér eru ekki svalir á herbergjum.
Við innritun þarf að gefa upp kreditkortaupplýsingar fyrir tryggingu, ef ekki er hægt að gefa upp kortanúmer þarf að greiða tryggingu í reiðufé.
Á þakverönd hótelsins er lítil sundlaug og sólbaðsaðstaða. Þar er einnig nuddpottur og gufubað. Í móttöku hótelsins er einnig lítill bar og veitingastaður.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Aðeins fyrir 14 ára og eldri