Sérferðir - Gardavatnið
Gardavatnið
Ekki hægt að bóka
Því miður er engin gisting í boði fyrir umbeðinn fjölda farþega
Innifalið í verði:

 

Flug, skattar, innritaður farangur 20 kg ásamt 8 kg í handfarangur. Gisting í 7 nætur á 3* hóteli ásamt morgunverði og akstur samkvæmt leiðarlýsingu, sigling á Gardavatni, heimsókn til óífubónda, drykkur í eyjasiglingu , óperutónleikar Carmen í Arenunni í Verona, vínkynning og kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu, Einn hádegisverður og einn kvöldverður. 

Ekki innifalið í verði:

 

Valkvæð þjónusta sem ekki er talin upp í dagskrá t.d. aðgangseyrir í söfn. Kvöldverður í Verona fyrir óperuna. Valkvæð ferð til Feneyja á frídegi. Gistináttaskattur greiddur á hótelinu. 

Ferðalýsing

 

Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri og í suðri tekur Pósléttan við og er það stór að hún teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er margrómaður fyrir náttúrufegurð, há fjöllin sem umlykja vatnið og vínframleiðslu í Valpolicella dalnum og víðar. Allt umhverfis vatnið er að finna fjölbreyttan gróður en svæðið er nyrsta ólífu- og vínræktarsvæði í Evrópu. 

 

Í þessari ferð verður farið í siglingu um Gardavatn og bæirnir Malcesine, Limone og Sirmione heimsóttir. Farið verður í Arenuna til að sjá óperuna Carmen eftir Bizet. Einnig verður farið í kynnisferð til Verona, siglt út hina ævintýralegu eyju Isola del Garda, vínsmökkun í Valpolicella, ólífubóndi heimsóttur o.fl. 

Gardavatn dregur nafn sitt af bænum Garda þar sem við dveljum í þessari ferð. Garda var á öldum áður staðsett á hernaðarlega mikilvægum stað og stendur fyrir opnu vatni við fallega bogadregna vík. Bærinn er rammaður inn af stórum kletti sem kallaður er Rocca og gaman er að labba upp á til að njóta útsýnis þvert yfir vatnið. Við hinn enda víkurinnar er San Vigilio tanginn sem skagar út í vatnið og skartar fallegum byggingum. Stutt er í bæinn Bardolino sem við heimsækjum auðvitað og góðar samgöngur eru með ferjum og bátum sem sigla um allt vatnið. 
 

Dvalið verður á litlu 3ja stjörnu fjölskyldureknu hóteli, Hotel Villa Anthea.  Við hótelið er lítil sundlaug og steinsnar er niður á almenningsströndina við vatnið.  Stutt er til næstu bæja, gangandi, hjólandi eða siglandi. Það verður enginn ósnortinn af fegurð vatnsins, smábæjanna, höfnum og ströndum við vatnsbakkann, stórbrotnum vegamannvirkjum og rómantískum gönguleiðum meðfram vatninu. 

 

Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Allir eiga sinn uppáhalds bæ. Landslagið, gróðurinn og fögur fjallasýn ramma svo inn þetta stærsta stöðuvatn á Ítalíu. 

 

Þeir sem vilja kynna sér betur Gardavatn og samsetningu ferðarinnar get fylgst með þessari upptöku sem send var út 11. apríl s.l.

https://us06web.zoom.us/rec/share/um3dy8Xn8dW76QSCU5CKXwp2EAGpZBDkyPPgkx63JBlTJ69jco9WHQaooqTTuXTS.sNFZbLm33-DAMtI9