Sérferðir - Magnaður Mars á Tenerife
Magnaður Mars á Tenerife
Ekki hægt að bóka
Því miður er engin gisting í boði fyrir umbeðinn fjölda farþega
Innifalið í verði:

Flug með 20 kg innritaðri tösku og 8 kg handfarangri.

Íslenskir fararstjórar.

Ótakmarkaður aðgangur að líkamsræktaraðstöðu hótelsins.

Þjálfun og leiðsögn fyrsta flokks þjálfara Rebook. 

 

Athugið: Margar kynnisferðir í boði! Einnig er hægt að bóka rútu til og frá flugvelli.

Ekki innifalið í verði:

Rútuferðir

Kynnisferðir

Ferðalýsing

Heimsferðir kynna með stolti: 

Magnaður mars á Tenerife 

Gist verður á fallegu 4* hóteli á Amerísku ströndinni þar sem huggulega og vel útbúna líkamsræktaraðstöðu er að finna. Þrír af flottustu og færustu einkaþjálfurum Reebok Fitness halda utan um hópinn og bjóða upp á frábært úrval af hóptímum, jafnt innandyra sem og utandyra í sólinni og sandinum. 

Þrír af reynslumestu og bestu þjálfurum Reebok Fitness sjá til þess að öllum líði vel og nái sínum markmiðum í ferðinni:
 

Patti er með yfir 20 ára reynslu sem einkaþjálfari auk þess að vera með námskeið og hóptíma. Hann er einnig vel þekktur fyrir að taka fólk í verkjameðferðir með góðum árangri. Hann er sérfræðingur í að hjálpa þér að ná þínum markmiðum á jákvæðan og öfgalausan hátt.

Ellý Àrmanns er vinsæll hóptímakennari hjá Reebok Fitness þar sem hún leggur áherslu á styrktaræfingar fyrir alla aldurshópa, byrjendur og lengra komna. Ellý hefur starfað hjá Reebok Fitness undanfarin 5 ár. Ellý er með kennararéttindi í bandvefslosun sem eru æfingar sem draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu, auka hreyfifærni og liðleika. Æfingarnar hennar Ellýar bæta líkamsstöðu, undirbúa líkamann fyrir átök og flýta endurheimt.

Jón Odd þarf varla að kynna, enda einn af vinsælustu  þjálfurum á landinu. Hann hefur hjálpað mörgum að ná sínum besta árangri og notar jákvæðar og skemmtilegar þjálfunaraðferðir. Jón er þaulvanur að þjálfa fólk á hvaða getustigi sem er allt frá bættum styrk yfir í maraþonhlaupara...hann hefur líka mikla reynslu af sundþjálfun, golfþjálfun og fl.

Þrjálfararnir þrír bjóða uppá glæsilega og fjölbreytta hreyfidagskrá, til dæmis: 

  • Styrktartímar
  • Sundleikfimi
  • Skokk/hlaup
  • Verkjameðferð
  • Ganga
  • Fitness Núvitund

Komdu með okkur og komdu þér í fallegt form á Tenerife í mars! 

 

Spring Bitacora er mjög flott 4* hótel staðsett í hjarta Amerísku strandarinnar sem býður upp á fjölbreytta þjónustu. Einungis er um 1 km niður á ströndina. 

Herbergin eru rúmgóð og öll með svölum eða verönd. Þá er mini bar og öryggishólf (hvoru tveggja gegn gjaldi), loftkæling og sjónvarp. Á baðherbergi er hárþurrka. Hægt er að nýta sér þvottaþjónustu sem hótelið býður upp á (gegn gjaldi). 

Hótelgarðurinn er glæsilegur með sólbekkjum og sólhlífum og 5 sundlaugum með þremur flottum rennibrautum. Hægt er að fá handklæði án aukagjalds í garðinum. Þá er mikið úrval af afþreyingu í boði fyrir börnin. Stór utandyra leikvöllur með alls kyns klifurtækjum og fluglínu (zipline), innileiksalur og tölvuleikjasalur eru meðal þess sem er í boði. Starfræktir eru tveir barnaklúbbar, annars vegar fyrir börn á aldrinum 4-7 ára og hins vegar fyrir börn á aldrinum 8-14 ára. Á hótelinu er hlaðborðs veitingastaður og þrír barir með ýmsum drykkjum og snarli í boði. Eins er líkamsræktarsalur og heilsulind á hótelinu. Þá er hægt að sérpanta herbergi sem fela í sér aðgang að þaki hótelsins en þar er sundlaug með frábæru útsýni yfir svæðið, heitur pottur og sólbekkir sem hægt er að panta fyrir hvern og einn. 

Heilsulind hótelsins er opin mið-sun frá 10-18. 

Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu. 

Lágmarksþátttaka 20 manns.