Heimsferðir bjóða nú upp á golfferð til Anoreta golfsvæðisins.  Um er að ræða glæsilegan 18 holu völl með ógleymanlegu útsýni.  Völlurinn er hannaður af hinum frábæra golfvallarhönnuði José María Cañizares og opnaði völlurinn árið 1990.  Völlurinn liggur í giljum og á ásum og býður upp á frábæra skemmtun.  Gist er á nýuppgerðu hóteli  í fjögurra stjörnu gistingu sem er á ströndinni u.þ.b. 5 mín. akstur frá golfvellinum.  Öll herbergin eru með sjávarútsýni og hótelið staðsett í miðju mannlífs þar sem eru fjöldi veitingastaða.  Öll þjónusta fyrsta flokks og gæði vallarins með því betra sem finnst á þessu svæði.  Þetta væri frábær staður fyrir kylfinga sem vilja krefjandi völl og mikið golf eða bara þá sem vilja nýta tækifærið og blanda saman golfi og menningu suður Spánar.

Innifalið:  Ótakmarkað golf með golfbíl, flug og flutningur á golfsetti, akstur til og frá flugvelli erlendis,  gisting með hálfu fæði auk tveggja drykkja.

Nánari upplýsingar á slóðinni https://www.anoretaresort.com/en/