La Manga golfsvæðið er rétt fyrir sunnan Murcia og í um 70. mínútna aksturfjarlægð frá Alicante flugvelli. La Manga er vel þekkt meðal kylfinga í Evrópu fyrir þrjá frábæra 18 holu velli og fyrsta flokks æfingasvæði. Þetta golfsvæði hefur hlotið ótal viðurkenningar og hefur margsinnis verið valið meðal þeirra bestu í Evrópu. Einnig er boðið upp á skemmtilegan (pitch/putt) par 3. völl sem hannaður er af Severiano Ballesteros og hentar öllum kylfingum. Einungis nokkura mínútna gangur er frá hótelinu í klúbbhúsið. Vesturvöllurinn á La Manga hefur verið valinn meðal 100 bestu golfvalla Evrópu en allir vellirnir þrír á La Manga eru meðal 40 bestu golfvalla Spánar. Gist er á hótel Principe Felipe sem er fimm stjörnu hótel sem staðsett er rétt við einn völlin (norðurvöllinn). Mjög góð hótelherbergi sem eru vel innréttuð og eru öll herbergin með svölum og útsýni yfir golfsvæðið. Góð veitingaaðstaða er á svæðinu og er boðið upp á nokkra veitingastaði (mismunandi eftir árstíðum). Morgunverðarhlaðborð í hæsta gæðaflokki og öll þjónusta fyrsta flokks. Fallegur bar á hótelinu sem býður upp á lifandi tónlist flesta daga vikunnar.

Golfskóli:
Á La Manga verður Golfheimur með golfskóla fyrir kylfinga af öllum getustigum.  Golfskólinn er í fimm daga frá 10:30 til 13:00.  Verð 35.000 kr. Innifalið kennsla og golfkúlur á æfingasvæði.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið sport@heimsferdir.is    Greitt er fyrir námskeiðið beint til kennara erlendis.

 

Rástímar okkar á La Manga eru í flestum tilfellum milli kl. 08:00 og 10:00

 

Ath: Hægt er að bæta við golfbíl síðar í bókunarferlinu